Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe og Rashford eru verðmætastir
Mynd: Getty Images
Soccerex fjallar um fjármál í knattspyrnuheiminum og var að gefa út lista yfir verðmætustu leikmenn heims, fædda 1997 eða síðar.

Kylian Mbappe er langefstur á listanum eftir frábært heimsmeistaramót og er metinn á rúmlega 192 milljónir evra.

Marcus Rashford og Gabriel Jesus koma þar á eftir og er Ousmane Dembele, sem hefur lækkað í verði eftir að Barcelona keypti hann, í fjórða sæti.

Hinn eftirsótti Malcom kemur svo í fimmta sæti og er Federico Chiesa, leikmaður Fiorentina og sonur Enrico Chiesa, í því sjötta.

Það eru tveir Englendingar á listanum fyrir utan Rashford. Það eru bakverðirnir Ryan Sessegnon hjá Fulham og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool.

20 dýrustu U21 leikmennirnir
1. Kylian Mbappe (PSG) - 192.3m evra
2. Marcus Rashford (Man Utd) - 89.2m
3. Gabriel Jesus (Man City) - 88m
4. Ousmane Dembele (Barca) - 84.3m
5. Malcom (Bordeaux) - 64.6m
6. Federico Chiesa (Fiorentina) - 63.6m
7. Gianluigi Donnarumma (Milan) - 62.8m
8. Christian Pulisic (Dortmund) - 61.2m
9. Leon Bailey (Leverkusen) - 56.6m
10. Mikel Oyarzabal (R. Sociedad) - 51.3m
11. Ryan Sessegnon (Fulham) - 51.3m
12. Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - 50.7m
13. Matthijs de Ligt (Ajax) - 50.4m
14. Vinicius Junior (R. Madrid) - 45.1m
15. Rodrygo (Santos) - 40m
16. Dayot Upamecano (RB Leipzig) - 39.6m
17. Patrick Cutrone (Milan) - 35m
18. Houssem Aouar (Lyon) - 34.5m
19. Allan Saint-Maximin (Nice) - 31.9m
20. Cengiz Ünder (Roma) - 31.9m
Athugasemdir
banner
banner
banner