Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. júlí 2018 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar ekki á förum: Ronaldo mun breyta ítalska boltanum
Mynd: FIFA
Neymar segist vera spenntur fyrir því að fylgjast með Cristiano Ronaldo í ítalska boltanum.

Neymar ólst upp við að horfa á ítalska boltann þegar margir af bestu leikmönnum heims voru þar.

„Ég held að Cristiano Ronaldo muni breyta ítalskri knattspyrnu til hins betra. Þetta verður aftur í sama gæðaflokki og ítalski boltinn sem ég horfði á sem krakki," sagði Neymar við Fox Sports.

„Ronaldo er stórkostlegur leikmaður. Hann er lifandi goðsögn og fótboltasnillingur.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd. Ég held að þetta hafi verið erfið ákvörðun hjá honum en ég óska honum alls hins besta, nema gegn PSG."


Þá er Neymar harður á því að hann sé ekki á leið frá PSG í sumar. Honum líður vel í París þrátt fyrir háværa orðróma um að hann eigi að fylla í skarð Ronaldo hjá Real Madrid.

„Ég verð áfram í París, ég er samningsbundinn PSG. Þetta eru allt orðrómar sem fjölmiðlar búa til," hélt Neymar áfram.

„Allir vita hvers vegna ég fór til Parísar, ég vil vinna titla með félaginu og ég vona að næsta tímabil verði stórkostlegt."
Athugasemdir
banner
banner