Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Segja Ronaldo hafa fengið tveggja ára dóm
Ronaldo þarf að borga 5 milljónir í lögfræðikostnað.
Ronaldo þarf að borga 5 milljónir í lögfræðikostnað.
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo hefur náð samkomulagi við spænsk skattayfirvöld í kjölfar rannsóknar á meintum skattsvikum stórstjörnunnar.

Spænski fréttamiðillinn Cadena Cope greinir frá því að Ronaldo hafa samþykkt tveggja ára fangelsisdóm, sem er sjálfkrafa skilorðsbundinn á Spáni. Auk þess þarf hann að greiða yfirvöldum 12 milljónir punda og tæplega 5 milljónir í lögfræðikostnað.

Ronaldo er sakaður um að gefa fyrirtæki á Bresku Jómfrúaeyjunum ímyndarréttinn sinn til að sleppa við að borga skatt á Spáni, þar sem hann var búsettur.

Skattayfirvöld á Spáni hafa farið í mál við menn á borð við Lionel Messi, Jose Mourinho, Alexis Sanchez, Luka Modric og Neymar vegna skattsvika undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner