Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tony Xia fann fjárfesta til að bjarga Aston Villa
Tony Xia er ekki búinn að gefast upp á að reyna að bjarga Aston Villa.
Tony Xia er ekki búinn að gefast upp á að reyna að bjarga Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Fjárhagsmál Aston Villa gætu verið að lagast en liðið tapaði miklum pening á því að falla úr ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum og komast ekki aftur upp.

Tony Xia keypti félagið eftir að það féll en hlutirnir löguðust ekki og vantaði 40 milljónir punda til að reka félagið eftir síðasta tímabil.

Aston Villa gaf frá sér yfirlýsingu í dag sem segir að egypski auðkýfingurinn Nassef Sawiris og bandaríski viðskiptamaðurinn Wes Edens séu að kaupa hlut í félaginu.

Þeir leiða egypskan fjárfestahóp sem hefur lofað að setja pening inn í félagið til að gera það samkeppnishæft í toppbaráttu Championship deildarinnar.

Tony Xia á enn hlut í félaginu og situr áfram í stjórn þess.

Villa endaði í fjórða sæti Championship deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Fulham í úrslitaleik umspilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner