Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. júlí 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Adolphsson framlengir við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Andri Adolphsson er búinn að framlengja samning sinn við Íslandsmeistara Vals.

Hann skrifaði undir samning við Vals sem gildir út tímabilið 2022.

„Miðjumaðurinn Andri Adolphsson hefur verið félaginu mikilvægur síðan hann gekk í raðir Vals árið 2015. Andri skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2022," segir í tilkynningu frá Íslandsmeisturunum.

Andri, sem er 26 ára, hefur í sumar leikið 11 leiki í Pepsi Max-deildinni og skorað þrjú mörk.

Hann er uppalinn á Skaganum, en hefur leikið með Val frá 2015. Síðasta sumar lék hann nokkra leiki með ÍA í Inkasso-deildinni.

Valur er í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 16 stig. Liðið mætir á morgun Víkingi á Víkingsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner