Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júlí 2019 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andy Carroll aftur til Newcastle?
Carroll var mjög öflugur með Newcastle á sínum tíma.
Carroll var mjög öflugur með Newcastle á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, nýr þjálfari Newcastle, hefur áhuga á því að fá sóknarmanninn Andy Carroll aftur til félagsins.

Staðarmiðillinn The Chronicle heldur þessu fram.

Bruce er aðdáandi Carroll en vill sjá í hversu góðu líkamlegu standi Carroll er í áður en samið er við hann. Carroll er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Hann er að æfa með einkaþjálfara.

Carroll er félagslaus eftir að samningur hans við West Ham rann út fyrr í sumar.

Newcastle vantar sóknarmann. Salomon Rondon, sem var í láni á síðasta tímabili, elti Rafa Benitez til Kína og Ayoze Perez fór til Leicester á metfé.

Andy Carroll er þrítugur og ólst upp hjá Newcastle. Hann var frábær fyrir Newcastle og var keyptur til Liverpool 2011 fyrir 35 milljónir punda. Hann náði sér ekki á strik hjá Liverpool og einkenndist tími hans hjá West Ham eftir það af meiðslum.
Athugasemdir
banner