Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júlí 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benjamin Mendy missir af fyrstu vikunum
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy, franskur varnarmaður Manchester City, missir af fyrstu vikum komandi tímabils. Hann fór í aðgerð á hné í maí og er enn að ná sér.

Englandsmeistararnir búast ekki við að Mendy byrji að æfa á fullu fyrr en um miðjan ágúst í fyrsta lagi og missir líklega af fjórum til sex fyrstu vikum tímabilsins.

Frakkinn hefur glímt við mikil meiðsli frá því að hann skipti yfir til Man City en Oleksandr Zinchenko hefur leyst hann vel af hólmi. Nú er Angelino kominn aftur til City eftir að félagið nýtti forkaupsrétt á honum.

Angelino er 22 ára og átti magnað tímabil með PSV Eindhoven í fyrra sem vakti athygli stórliða á borð við Barcelona, Paris Saint-Germain og Borussia Dortmund.

Mendy er 25 ára vinstri bakvörður. Hann gekk í raðir Man City fyrir tveimur árum og kostaði 52 milljónir punda en hefur aðeins tekið þátt í 17 deildarleikjum vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner