lau 20. júlí 2019 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ekki refsað fyrir ljótt brot á Arnóri Ingva
Mynd: Eyþór Árnason
Arnór Ingvi Traustason er frá vegna meiðsla þessa stundina eftir ljótt brot í 1-1 jafntefli Malmö gegn Djurgården á dögunum.

Haris Radetinac, leikmaður Djurgården, traðkaði illa á Arnóri og hann þurfti að bera af velli. Útlitið var afar slæmt fyrst um sinn en Arnór slapp óbrotinn.

Sænska knattspyrnusambandið er búið að skoða atvikið og sér ekki ástæðu til að refsa Radetinac. Hann er búinn að senda afsökunarbréf til Arnórs og útskýrði þar sína hlið málsins.

Arnór er lykilmaður í sterku liði Malmö sem trónir á toppi sænsku deildarinnar. Hann hefur tekið þátt í öllum 15 deildarleikjunum hingað til og er kominn með tvö mörk og þrjár stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner