Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. júlí 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rosalegar breytingar á leikmannahópi Atletico
Atletico leggur mikið traust á herðar hins 19 ára gamla Joao Felix. Hér er hann með Diego Costa.
Atletico leggur mikið traust á herðar hins 19 ára gamla Joao Felix. Hér er hann með Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið nóg að gera hjá Atletico Madrid í þessum félagaskiptaglugga. Heldur betur.

Lykilmenn síðustu ára hafa horfið á braut. Antoine Griezmann, Lucas Hernandez, Rodri, Gelson Martins, Luciano Vietto hafa verið seldir fyrir tæplega 280 milljónir punda. Diego Godin, Juanfran og Filipe Luis yfirgáfu félagið á frjálsri sölu.

Í staðinn hefur félagið bætt við sig nokkrum sterkum leikmönnum. Portúgalska ungstirnið Joao Felix var keyptur fyrir rúmlega 100 milljónir punda og þá komu Marcos Llorente, Mario Hermoso, Kieran Trippier, Felipe og Renand Lodi fyrir lægri upphæðir.

Í grein Marca segir að breytingarnar á hópnum séu að verða búnar, það virðist vera. Félagið er að vinna í því að fá James Rodriguez frá nágrönnunum í Real Madrid.

Breytingarnar hafa verið miklar og má gera ráð fyrir því að sjá nýtt Atletico Madrid á næsta tímabili undir stjórn Diego Simeone.

Atletico endaði í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í bæði 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og spænska bikarsins.

Ýmsir lykilmenn hafa horfið á braut og það eitt og sér ætti að valda stuðningsmönnum áhyggjum. Kannski stuðningsmenn Atletico séu þó ekki svartsýnir þar sem félagið hefur gert afskaplega vel í því að fá inn öfluga leikmenn.

Samkvæmt Transfermarkt hefur Atletico selt fyrir tæpar 280 milljónir punda og keypt fyrir 220 milljónir punda.

Eitt er ljóst. Það verður athyglisvert að fylgjast með Atletico á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner