Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. júlí 2019 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Ragnar lék í dramatísku jafntefli - Björn á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Rostov er liðið náði dramatísku jafntefli á heimavelli gegn Spartak Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rostov komst yfir á 23. mínútu, en var aðeins með forystuna í tvær mínútur. Brasilíumaðurinn Luiz Adriano jafnaði fyrir Spartak úr vítaspyrnu.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Eftir um 20 mínútur í seinni hálfleiknum komst Spartak yfir þegar Georgiy Dzhikiya skoraði. Það virtist ætla að reynast sigurmarkið þangað til Rostov skoraði í uppbótartímanum og jafnaði.

Rostov vann fyrsta deildarleik sinn á tímabilinu gegn Orenburg og er því með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Eins og áður kemur fram spilaði Ragnar allan leikinn í vörn Rostov. Björn Bergmann Sigurðarson var allan tímann á varamannabekknum.

Sjá einnig:
Rússland: Arnór með stórkostlegt mark í sigri CSKA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner