Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. júlí 2019 15:19
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Svava Rós skoraði og lagði upp
Svava er komin með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í sjö deildarleikjum.
Svava er komin með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í sjö deildarleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Blikastúlkurnar Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku allan leikinn er Djurgården hafði betur gegn Bunkeflo í efstu deild kvenna í Svíþjóð.

Staðan var markalaus í leiknum og á 79. mínútu kom Andrea Celeste Þórisson, sem á leiki að baki fyrir yngri lið Íslands, inn af bekknum í liði Bunkeflo.

Innkoma Andreu nægði ekki fyrir heimamenn og kom eina mark leiksins í uppbótartíma. Olivia Schough gerði það fyrir Djurgården og tryggði þannig afar mikilvæg stig.

Þetta var annar sigur Djurgården í röð og er liðið með níu stig eftir átta umferðir. Bunkeflo er í fallsæti með fjögur stig.

Bunkeflo 0 - 1 Djurgården
0-1 Olivia Schough ('91)

Íslendingalið Kristianstad vann einnig sinn annan leik í röð og er aðeins einu stigi frá toppliði Göteborg sem á leik til góða.

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði og lagði upp í fyrri hálfleik og var skipt útaf í leikhlé í stöðunni 0-3.

Sif Atladóttir var einnig í byrjunarliðinu og spilaði í 61 mínútu áður en hún var tekin útaf.

Kungsbacka 0 - 5 Kristianstad
0-1 M. Bodin ('9)
0-2 S. Hagman ('32)
0-3 Svava Rós Guðmundsdóttir ('42)
0-4 A. Edgren ('65)
0-5 E. Duljan ('71)
Athugasemdir
banner
banner