mán 20. júlí 2020 13:15
Fótbolti.net
Bestur í 7. umferð: Lúxus frammistaða
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Jónatan á sprettinum í leiknum á laugardaginn.
Jónatan á sprettinum í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Jónatan skorar í Grafarvoginum.
Jónatan skorar í Grafarvoginum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Jónatan Ingi Jónsson, kantmaður FH, er leikmaður sjöundu umferðar í Pepsi Max-deildinni en hann skoraði tvö mörk í 3-0 útisigri gegn Fjölni á laugardaginn.

„Þetta var lúxus frammistaða og flott mörk hjá honum," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gær.

Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við sem þjálfarar FH fyrir helgi og þetta var fyrsti leikur þeirra.

„Eitt af því sem heillaði FH-inga við að fá Eið Smára inn í þetta er að vinna með mönnum eins og honum," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Það sjá allir hvað hann getur í fótbolta, hann getur farið á menn, hann getur gefið farið upp að endamörkum og gefið fyrir, hann getur skorað. Jólakaka," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu um Jónatan Inga.

Jónatan var sjálfur sáttur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik. „Ég er ánægður. Það er margt sem við hefðum getað gert betur og margt sem við gerðum vel. Fyrsta og fremst héldum við hreinu og náðum í þrjú stig sem var planið," sagði Jónatan í viðtalinu.

„Við þekkjum margir Eið úr U21-landsliðinu og hann er mjög flottur. Logi hefur verið í íslenska boltanum lengi og þekkir þetta út og inn. Mér líst mjög vel á þetta," sagði Jónatan Ingi í viðtalinu eftir leik en hér að neðan má sjá viðtalið í heild.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Jónatan: Eiður mjög flottur og Logi þekkir þetta út og inn
Innkastið - Brynjólfur til Færeyja og KR best á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner