mán 20. júlí 2020 21:36
Brynjar Ingi Erluson
England: Wolves ekki í vandræðum með Palace
Jonny Castro og Raul Jimenez fagna seinna markinu í kvöld
Jonny Castro og Raul Jimenez fagna seinna markinu í kvöld
Mynd: Getty Images
Wolves 2 - 0 Crystal Palace
1-0 Daniel Podence ('41 )
2-0 Jonny Castro ('68 )

Wolves er komið með annan fótinn í Evrópudeildina eftir 2-0 sigur á Crystal Palace í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið er í sjötta sæti með 59 stig fyrir lokaumferðina.

Daniel Podence kom Wolves yfir á 41. mínútu. Joao Moutinho sýndi listir sínar og bauð upp á gæðasendingu inn fyrir á Matt Doherty sem kom boltanum fyrir markið á Podence sem gat ekki annað en komið boltanum í netið.

Jonny Castro bætti við öðru marki á 68. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Adama Traore. Spænski vængmaðurinn stakk sér inn á milli tveggja varnarmanna áður en hann lagði boltann á Raul Jimenez. Mexíkóski framherjinn framlengdi boltann á Jonny, sem gaf sér tíma í að hanga á boltanum áður en hann tók snúning og skaut honum í hægra hornið.

2-0 sigur Wolves staðreynd. Liðið er í 6. sæti með 59 stig fyrir lokaumferðina. Nú er það ljóst að Sheffield United á ekki möguleika á Evrópudeildarsæti og nú er Tottenham Hotspur komið í þá stöðu að liðið þarf að vonast til þess að Chelsea taki stig af Wolves í lokaumferðinni.

Tottenham mætir Palace á Selhurst Park en Palace hefur tapað sjö leikjum í röð í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner