mán 20. júlí 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard: Versta tímabil ferilsins
Hazard heldur bolta á lofti á Santiago Bernabeu.
Hazard heldur bolta á lofti á Santiago Bernabeu.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er Spánarmeistari en Eden Hazard, leikmaður liðsins, er ekki sáttur með það hvernig tímabilið hefur farið hjá sér persónulega.

Hazard yfirgaf Chelsea sem goðsögn hjá félaginu síðasta sumar og gekk í raðir Real Madrid fyrir 100 milljónir evra. Miklar væntingar voru gerðar til Hazard enda stórkostlegur fótboltamaður.

Hinn 29 ára gamli Hazard stóðst hins vegar ekki alveg væntingarnar. Meiðsli settu stórt strik í reikninginn og spilaði hann aðeins 22 leiki í öllum keppnum á tímabilinu. Hazard skoraði aðeins eitt mark í þeim leikjum.

„Við unnum deildina, en persónulega var þetta líklega mitt versta tímabil á ferlinum," segir Hazard í samtali við France Info.

Real Madrid er enn í Meistaradeildinni og vonast belgíski landsliðsmaðurinn til að hjálpa sínu liði að vinna keppnina. Madrídarstórveldið á eftir seinni leik sinn við Manchester City í 16-liða úrslitum keppninnar, en City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabeu 2-1. Vonast er til að klára Meistaradeildina í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner