Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 20. júlí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Dagur Dan Þórhallsson (Mjöndalen)
Dagur í leik með Keflavík sumarið 2018.
Dagur í leik með Keflavík sumarið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Hulda Margrét
Daði Snær Ingason.
Daði Snær Ingason.
Mynd: Hulda Margrét
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Luka Kostic.
Luka Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Dagur Dan er tvítugur miðjumaður sem æfði fyrstu árin hjá Fylki en skipti yfir í Hauka sumarið 2013 þá í 4. flokki. Þar var hann á mála út leiktíðina 2016 en árið 2017 hélt hann til Belgíu og samdi við Gent.

Árið 2018 lék Dagur með Keflavík í Pepsi-deildinni og gekk svo eftir leiktíðina í raðir Mjöndalen í Noregi. Fyrsta hálfa árið var hann á láni en sumarið 2019 keypi Mjöndalen hann og lánaði til Kvik Halden sem lék í C-deild. Mjöndalen leikur í efstu deild í Noregi og lék Dagur 70 mínútur í síðasta leik. Dagur hefur leikið 22 yngri landsliðsleiki, þar af tvo með U21. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Dagur Dan Þórhallsson.

Gælunafn: Stundum kallaður Dan úti, en oftast er það bara Dagur.

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2016 með Haukum

Uppáhalds drykkur: Ískalt íslenskt vatn og svo er nocco líka rosalegt.

Uppáhalds matsölustaður: Sushi social er rugl gott.

Hvernig bíl áttu: Á því miður ekki bíl. Var að leigja toyotu úti í Noregi en það var ekkert eðlilega dýrt svo núna er það bara hjólið.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of thrones og svo er friends alltaf gott á kvöldin.

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake er solid

Fyndnasti Íslendingurinn: Gilzarinn er ekkert eðlilega fyndinn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, þristur, oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ‘’Jeg har ikke bilen nå, tror den er på stadion. Hør med Arne„.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er Haukari þannig væri erfitt að fara í FH, en maður á víst aldrei að segja aldrei.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Houdson-odoi lék sér að okkur í u19

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir mjög góðir en Luka Kostic er next level góður.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Guðmundur Andri var vel þreyttur í yngriflokkum

Sætasti sigurinn: Shellmotið í Eyjum, sigur í úrslitaleik á móti KR það var helvíti sætt.

Mestu vonbrigðin: Komast ekki áfram í milliriðil með u19

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Ætli ég tæki ekki bara Valdimar Þór, hann myndi tryggja okkur nokkra punkta.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Birkir Thor Kristinsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ísak Jónsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Lana Björk Kristinsdóttir fyrverandi leikmaður FH tekur þetta.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Hef alltaf verið mikill Ronaldo maður.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Í landsliðinu var það Águst Hlynsson engin spurning.

Uppáhalds staður á Íslandi: Hafnarfjörður.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Skoraði mark í úrslitakeppni 4. flokks, ætlaði að henda í rosalegt fagn en endaði á því að sparka í liðsfélaga og lenda á andlitinu fyrir framan stúkuna.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Slökkva ljósin og leggja símann á hilluna.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist með golfi og svo eitthvað smá með NBA.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma future

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Átti lang erfiðast með stærfræðina

Vandræðalegasta augnablik: Það þarf alltaf að syngja og segja eitthverja fyndna sögu í fyrstu ferð með u21, söngurinn var frekar þægilegur en sagan var mjög vond og óþægileg.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Þórir Jóhann og Daði Snær Ingason væru þarna til að halda uppi fjörinu, svo myndi ég taka Viktor Inga Jónsson því hann myndi líklega redda okkur heim.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Vann einu sinni iphone í eitthverjum jólaleik Aron Mola, endaði svo á því að gefa bróður mínum þann síma í jólagjöf.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Brynjolfur Andersen því þessi maður er eitthver besta típa í íslenskri knattspyrnu!

Hverju laugstu síðast: Að ég væri stærri en ég er...

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp er vel þreytt

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ætli maður myndi ekki biðja um eitthverja visku fra Cristiano
Athugasemdir
banner
banner