Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. júlí 2020 10:00
Innkastið
„KR er langbesta liðið á Íslandi í dag"
KR-ingar fagna marki í Árbænum í gær.
KR-ingar fagna marki í Árbænum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir mér er KR langbesta lið Íslands eins og staðan er í dag," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gær eftir 3-0 útisigur Íslandsmeistara KR á Fylki í gær.

Þessi tvö lið voru á toppnum fyrir sjöundu umferðina í Pepsi Max-deildina. KR er nú með tveggja stiga forskot á toppnum og á að auki leik inni á nokkur lið.

„KR-ingar voru einfaldlega miklu betri. Það vinnur ekkert lið á Íslandi KR þegar þeir eru að malla í þessum gír," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Þetta var ekki í toppslagur í eina sekúndu. Þetta var nákvæmlega eins og stóð á skiltinu, þetta var Fylkir á móti KR. Fylkir hefur staðið sig virkilega vel en þetta var eins og auglýst var, Fylkir átti ekkert inn á völlinn með þessu KR liði," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Næstu fjórir leikir KR eru gegn fjórum neðstu liðunum í deildinni, Fjölni, KA, Gróttu og HK.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Brynjólfur til Færeyja og KR best á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner