Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. júlí 2020 14:45
Magnús Már Einarsson
Kristján Gauti: Vona að ég geti komið mér í hópinn sem fyrst
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það vakti athygli í vor þegar Kristján Gauti Emilsson tók skóna af hillunni og samdi við uppeldisfélag sitt FH. Kristján Gauti hætti í fóbolta 23 ára en hann er í dag 27 ára.

Kristján Gauti hefur unnið að því undanfarnar vikur að komast í form en hann æfir á fullu með FH.

„Staðan á mér er fín. Það er mikilvægt að fara ekki of geyst af stað, hlusta á líkamann og komast hægt og rólega inn í þetta. Mér líður vel, það hefur gengið vel á æfingum og ég er ánægður með formið sem ég er í," sagði Kristján Gauti við Facebook síðu FH í dag.

Kristján Gauti hefur ekki verið ennþá í leikmannahópi FH í sumar en hann vonast til að það gerist á næstu vikum.

„Ég vona að það verði ekki of langt þangað til. Stefnan er að taka nokkrar vikur í viðbót þar sem ég æfi á fullu. Ég ætla síðan að koma mér inn í hópinn til að byrja með og fæ vonandi mínútur til að komast í betra form. Góðir hlutir gerast hægt og maður þarf að taka einn dag í einu."

„Það er hundleiðinlegt að vera uppi í stúku að horfa á leikina og ég vona að ég geti komið mér í hópinn sem fyrst. Ég þarf að vera skynsamur og klókur og hlusta á líkamann. Það er nóg eftir af tímabilinu þó að það sé bara júlí."



Athugasemdir
banner
banner