Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 20. júlí 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City í viðræðum við Bournemouth um Ake
Nathan Ake í leik með Bournemouth gegn Arsenal
Nathan Ake í leik með Bournemouth gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er í viðræðum við Bournemouth um kaup á hollenska varnarmanninum Nathan Ake en þetta kemur fram í Guardian í dag.

Ake, sem er 25 ára gamall, hefur tekist að festa sig í sessi í vörn Bournemouth síðustu árin en frammistaða hans þar hefur skilað honum sæti í hollenska landsliðinu.

Gengi Bournemouth hefur verið afar slakt á þessu tímabili og er útlit fyrir að félagið falli niður í B-deildina. Félagið mun missa öfluga leikmenn frá sér í sumar en Ake er á útleið samkvæmt Guardian.

Manchester City er í viðræðum við Bournemouth um Ake en talið er að City greiði 35 milljón punda fyrir þjónustu hans.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur gert sér vonir um að fá Ake til félagsins en nú er útlit fyrir að hann gangi til liðs við nágranna þeirra á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner