Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 20. júlí 2020 09:17
Innkastið
Myndir: Annað mark KR hefði ekki átt að standa
Kristján Flóki stendur fyrir Aroni Snæ í markinu.
Kristján Flóki stendur fyrir Aroni Snæ í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn voru ósáttir við að annað mark KR hefði fengið að standa í 3-0 tapi liðsins í toppslag í Árbænum í gær.

Óskar Örn Hauksson skoraði markið en Kristján Flóki Finnbogason stóð í skotlínunni og fyrir Aroni Snæ Friðrikssyni í marki Fylkis.

„Kristján Flóki er fyrir Aroni Snæ markverði og er í rangstöðu. Hann blokkar útsýnið. Það mark hefði ekki átt að standa," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær.

Fylkismenn voru einnig ósáttir við þriðja markið þar sem þeir vildu fá hendi á KR-inga.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið eftir leik fyrir mótmæli við Helga Mikael Jónasson dómara. Ólafur Ingi er á leið í tveggja leikja bann þar sem þetta var annað rauða spjaldið hans á tímabilinu.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið og sjá fleiri myndir af markinu í gær.
Innkastið - Brynjólfur til Færeyja og KR best á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner