Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júlí 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Pearson var rekinn eftir rifrildi við eigandann
Nigel Pearson.
Nigel Pearson.
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson var óvænt rekinn frá Watford í gær en hann er þriðji stjórinn sem fær sparkið hjá félaginu á þessu tímabili á eftir Javi Gracia og Quique Sanchez Flores.

Sky Sports segir að rifrildi milli Pearson og Gino Pozzo, eiganda Watford, hafi orðið til þess að ákveðið var að skipta um stjóra.

Pozzo er ósáttur við liðsval, skiptingar og frammistöðu Watford undanfarnar vikur eftir að fótboltinn byrjaði á rúlla á ný eftir hlé vegna kórónaveirunnar.

Pearson tók við Watford þegar liðið var á botninum með einungis einn sigur eftir fimmtan umferðir. Liðið náði að klifra upp töfluna eftir komu Pearson en Watford er í dag í 17. sæti, þremur stigum frá falli.

Hayden Mullins og Graham Stack, úr þjálfarateymi Watford, stýra síðustu tveimur leikjum tímabilsins gegn Manchester City og Arsenal.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner