mán 20. júlí 2020 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Bryndís hetjan í Árbæ - Jafnt í Frostaskjóli
Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmark Fylkis
Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmark Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir heldur áfram að gera frábæra hluti í Pepsi Max-deild kvenna en liðið vann Stjörnuna 2-1 í kvöld og er áfram taplaust eftir fimm leiki í deildinni. KR og Þróttur R. gerðu á meðan 1-1 jafntefli.

Fylkisliðið hafði ekki tapað leik í deildinni fyrir leikinn í kvöld en liðið komst yfir gegn Stjörnunni á 34. mínútu. Eva Rut Ásþórsdóttir og var það mark af dýrari gerðinni. „VÁVÁVÁ. Þetta sér maður ekki oft. Eva fær boltann rétt fyrir framan miðjuboga og tekur eftir því að Birta stendur nokkuð framarlega svo hún skýtur bara af einhverjum 40-45 metrum. Þetta var geggjað! Þreytt að fá svona mark á sig," var lýsingin á markinu í textalýsingu Fótbolta.net.

Arna Dís Arnþórsdóttir jafnaði leikinn á 55. mínútu. Stjarnan hafði ógnað marki Fylkis í aðdragandanum á endanum skiluðu gestirnir boltanum í markið. Hún skoraði eftir sendingu frá Betsy Doon Hassett.

Þórdís Elva Ágústsdóttir reyndist afar öflug fyrir Fylkisliðið en hún bjargaði á línu eftir hornspyrnu á 69. mínútu og innan við mínútu var Shameeka Nikoda Fishley rekin af velli fyrir að gefa henni olnbogaskot.

Fylkir nýtti sér liðsmuninn og skoraði sigurmarkið á 87. mínútu en það gerði Bryndís Arna Níelsdóttir. Skot hennar var laust og beint á Birtu en henni tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa boltann undir sig og í netið.

Lokatölur 2-1 og þriðji sigur Fylkis staðreynd. Liðið er með 11 stig eftir fimm leiki og ekki enn tapað leik.

KR gerði 1-1 jafntefli við Þrótt R. í Frostaskjólinu. Þróttaraliðið hefur verið afar seigt á tímabilinu og tekist að berjast við sterkustu liðin í deildinni en liðið gerði markalaust jafntefli við Selfoss í síðustu umferð og þá gerði liðið einnig 1-1 jafntefli við Fylki fyrr á tímabilinu.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótturum yfir á 75. mínútu gegn KR í kvöld. Hún kom inná sem varamaður á 65. mínútu og lét svo til sín taka tíu mínútum síðar með góðu marki.

Ólöf fékk tækifæri til að bæta við öðru stuttu síðar en skot hennar fór rétt fyrir markið.

Þróttur var grátlega nálægt því að ná í annan sigurinn í sumar en Hlíf Hauksdóttir hélt þó ekki. Inga Laufey Ágústsdóttir átti góða fyrirgjöf inn í teiginn og Hlíf stangaði knöttinn í netið. KR var nálægt því að stela sigrinum í lokin er ástralski miðjumaðurinn Angela Heard komst ein í gegn en skot hennar fór rétt framhjá markinu.

Lokatölur því 1-1. Þriðja jafnteflið hjá Þrótturum í sumar en liðið er með einn sigur, þrjú jafntefli og tvö töp. KR á meðan hefur unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað þremur.

KR 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('75 )
1-1 Hlíf Hauksdóttir ('92 )
Lestu um leikinn

Fylkir 2 - 1 Stjarnan
1-0 Eva Rut Ásþórsdóttir ('34 )
1-1 Arna Dís Arnþórsdóttir ('55 )
2-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('87 )
Rautt spjald: Shameeka Nikoda Fishley, Stjarnan ('70)
Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner