Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júlí 2020 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo setti ótrúlegt met í kvöld - 50 deildarmörk í þremur löndum
Cristiano Ronaldo er engum líkur
Cristiano Ronaldo er engum líkur
Mynd: Getty Images
Það er mánudagur og enn og aftur er Cristiano Ronaldo að setja met en hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem hefur skorað 50 mörk eða meira í ensku, ítölsku og spænsku deildinni.

Ronaldo gerði bæði mörk Juventus í 2-1 sigri liðsins á Lazio í kvöld en hann er nú kominn með 30 mörk í 30 deildarleikjum á tímabilinu.

Árangur hans á þessari leiktíð er magnaður en tólf af þessum mörkum hafa komið úr vítaspyrnu.

Hann er fljótasti leikmaðurinn til að skora 50 mörk í Seríu síðan 1995 en Ronaldo er kominn með 51 mark í 61 deildarleik.

Þá er hann fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem nær þeim merka áfanga að skora 50 mörk í ensku, ítölsku og spænsku deildinni.

Það virðist vera nóg eftir á tankinum hjá Ronaldo þrátt fyrir að hann sé orðinn 35 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner