Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júlí 2020 10:43
Magnús Már Einarsson
Solskjær: De Gea er áfram með traustið
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að hann muni halda áfram að vera með David De Gea sem aðalmarkvörð. De Gea gerði sig sekan um slæm mistök í 3-1 tapi gegn Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins í gær.

Dean Henderson hefur staðið sig vel í marki Sheffield United á láni frá Manchester United á þessu tímabili. Solskjær segir að De Gea hafi ennþá traustið sem markvörður númer eitt.

„Auðvitað. Við höfum verið taplausir í síðustu 19 leikjum og bæði Sergio (Romero) og David (De Gea) hafa staðið sig vel á þeim kafla," sagði Solskjær eftir leik í gær.

„Við höfum haldið hreinu og á fimmtudaginn átti hann frábærar markvörslur gegn Crystal Palace. Ég skil hvaðan þú ert að koma með þessari spurningu og allir munu búa til fyrirsagnir um David. Hann veit að hann hefði átt að verja þetta."

„Ég get ekki talað um sjálfstraustið hans en hann er mjög sterkur andlega. Allir þurfa að standa sig vel og hann á möguleika á að sýna sig í hvert skipti sem hann spilar."


Sjá einnig:
Solskjær: Á að verja þetta 100 sinnum í 100 tilraunum
Athugasemdir
banner
banner
banner