mán 20. júlí 2020 11:10
Magnús Már Einarsson
Unai Emery í viðræðum við Villarreal
Mynd: Getty Images
Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, er í viðræðum að taka við Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni.

Emery var rekinn frá Arsenal í nóvember en hann vill komast aftur til starfa í fótboltanum og er spenntur fyrir starfinu hjá Villarreal.

Villarreal endaði í fimmta sæti í spænsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en allt bendir til þess að Javier Calleja sé að hætta sem þjálfari liðsins.

Þess má geta að yngri bróðir Javi Calleja, Fernando Calleja, var markahæstur hjá Huginn þegar liðið vann 2. deildina árið 2015.

Emery þykir líklegastur til að taka við Villarreal en hann þjálfaði nágrannana í Valencia frá 2008 til 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner