Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 20. júlí 2020 16:00
Innkastið
Valsmönnum leið þokkalega stærsta hluta leiksins
Valsmenn fagna sigrinum í gær.
Valsmenn fagna sigrinum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða en ég get ekki alveg tekið undir þjófnað," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gær í umræðu um 2-1 sigur Vals gegn Breiðabliki.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um að úrslitin væru þjófnaður í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Þegar þú mætir Breiðabliki þá veistu að þeir halda boltanum og munu fá færi af því að þeir eru ótrúlega vel spilandi og flottir. Ég held að Valsmönnum hafi liðið þokkalega stærstan hluta leiksins," sagði Ingólfur.

Breiðablik var með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en síðan hefur hallað undan fæti hjá liðinu.

„Breiðablik spilaði nógu vel í þessum leik til að vinna hann, það deilir enginn um það. Þú getur alltaf lent í svona leik," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Þú ert með nokkuð unga leikmenn í Breiðabliki sem eru vanir því að spila góðan fótbolta og gera þetta vel. Óskar Hrafn er Brian Clough okkar tíma. Hann vill ekki sjá boltann í skýjunum, hann á að vera spilaður á grasinu. Það telur ekki á móti öllum liðum. Breiðablik hefur ekki unnið fótboltaleik í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa unnið krakkadeildina í byrjun."

Hér að neðan má hlusta á Innkastið en þar er rætt nánar um leik Breiðabliks og Vals.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner