mán 20. júlí 2020 09:10
Innkastið
Víkingar sýndu það sem auglýst hefur verið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svolítið það sem auglýst hefur verið," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu í gær um 6-2 sigur Víkings R. á ÍA í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi.

Víkngar hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið með fimm stig eftir fimm umferðir en í Innkastinu í byrjun móts var talað um vörusvik frá Víkingum eftir yfirlýsingar þeirra fyrir mót um að þeir ætluðu að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Frammistaða liðsins í gær var mjög öflug.

„Þeir voru þolinmóðir með boltann. Þeir spiluðu 4-4-2 og Kristall Máni Ingason var djúpur á miðju í tígli. Það myndi enginn segja að Kristall Máni sé varnarsinnaður miðjumaður en það skipti engu máli því Víkingur stýrði þessum leik," sagði Tómas Þór.

„Júlíus Magnússon var ótrúlega flottur í þessum leik. Hann sá fréttina um daginn að hann þyrfti að rífa sig í gang. Davíð Örn Atlason sömuleiðis. Þeir girtu aðeins upp um sig buxurnar. Víkingarnir voru miklu betri í þessum leik."

Víkingur er í 5. sæti deildarinnar með 11 stig en næsti leikur liðsins er gegn Gróttu á útivelli á fimmtudaginn.

„Það verður gaman að sjá Víkingana í framhaldinu. Þó að þeir hafi unnið 6-2 og átt frábæran leik þá eru þetta bara þrjú stig. Ég er spenntur að sjá næsta leik. Geta þeir tekið þrjú stig þar og svo þrjú stig í leiknum þar á eftir?" sagði Ingólfur Sigurðsson.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Brynjólfur til Færeyja og KR best á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner