banner
   mán 20. júlí 2020 11:00
Innkastið
Vona að Eiður Smári verði lengi í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Mér finnst of lítið talað um hvað það er geggjað að fá Eið Smára í dildina. Fyrrum leikmaður Barcelona og Chelsea er mættur að stýra liði í Pepsi Max-deildna. Þetta ratar í heimsfréttir. Hann er ofurstjarna," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gær.

Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við FH fyrir helgi og stýrðu liðinu í fyrsta skipti í 3-0 sigri á Fjölni á laugardaginn.

Eiður Smári er aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins en hann er nú að spreyta sig í fyrsta skipti í Pepsi Max-deildinni.

„Maður trúir því ekki ennþá að hann verði þarna áfram. Maður veit ekki hvar framtíð hans, metnaður og löngun liggur. Ég ætla svo sannarlega að þetta mót muni kveikja í honum sem þjálfara og við verðum með Eið Smára Guðjohnsen sem þjálfara í nokkur ár og hann fari síðan vonandi út," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„FH fær þarna mann sem kann 4-3-3 utan að. Þegar kemur að leikfræði, taktík og sóknarleik. Gæinn spilaði 4-3-3 hjá Chelsea og Barcelona. Hann kann þetta."

„Þeir ætla Eiði Smára mjög stóra hluti þegar kemur að því að búa til sóknarleik og fríska upp á þetta lið. Hann er fótboltaheili,"
sagði Tómas.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna um Eið Smára í Innkastinu.
Innkastið - Brynjólfur til Færeyja og KR best á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner