Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júlí 2020 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Wilder: Framúrskarandi árangur á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er ánægður með frammistöðuna á tímabilinu þrátt fyrir að það hafi ekki tekist að ná Evrópudeildarsæti.

Ljóst er að Sheffield United nær ekki Evrópudeildarsæti en árangur liðsins á tímabilinu hefur verið framúrskarandi og þá sérstaklega fyrir nýliða í deildinni.

Liðið er í áttunda sæti deildarinnar og var lengi vel í baráttu um Evrópusæti. Wilder er himinlifandi með árangurinn.

„Þetta hefur verið ótrúlegt vinnuframlag. Ég er að horfa á heildarmyndina og við ættum í raunt ekki að vera nálægt efstu sex liðunum. Við höfum tapað síðustu tveimur leikjunum, gegn Leicester sem er í baráttu um Meistaradeildarsæti og gegn sterku liði Everton," sagði Wilder.

„Félagið og leikmennirnir hafa náð ótrúlegum árangri og hefur verið að spila yfir getu. Bara það að það sé í umræðunni um að eiga möguleika á því að vera í efstu sex sætunum segir mér það að leikmenninrir eiga ótrúlegt hrós skilið."

„Ég og þjálfaraliðið erum í skýjunum með að hafa náð því besta út úr leikmönnunum. Þeir hafa skilið allt eftir á vellinum og gerðu það enn og aftur í kvöld. Já, það vantaði kannski smá gæði á síðasta þriðjungnum en að tryggja það að enda meðal tíu efstu liða og að spila næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni er eitthvað sem við ættum að einbeita okkur að."

„Ég er samt vonsvikinn ef ég á að vera hreinskilinnu því ég er viss um að það væru 32 þúsund stuðningsmenn að klappa fyrir þeim núna. Það að vinna Tottenham, Chelsea og Wolves er eitthvað sem stuðningsmennirnir hafa tekið eftir og þeir skilja hvaða afrekum við höfum náð."

„Það er ekki langt síðan að það voru 3 þúsund manns eftir á vellinum þegar við vorum í tólfta sæti í C-deildinni og leikmennirnir löbbuðu sérstakan heiðurshring í lok tímabilsins,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner