Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 20. júlí 2021 23:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nik: Myndi frekar taka því að vinna bikarinn á þessum tímapunkti
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum inn í leiknum, þær skora svo í lok fyrri hálfleiks og svo drepur þriðja markið þeirra leikinn. Það eina sem fer í taugarnar á mér í dag er með hvaða hætti við töpuðum. Eftir það fór trúin og við biðum eftir lokaflautinu. Ég verð að gefa Val það að þær sáu möguleikann og gerðu út um okkar möguleika í leiknum," sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir stórt tap gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

„Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og við hefðum getað nýtt okkur sum svæði betur. Vonandi sjá leikmenn að þeir þurfa að vera meira vakandi í leikjum því gegn bestu liðunum þá færðu opnanir en þú verður að sjá þær og nýta þær. Það voru nokkrir möguleikar en við tókum þá ekki. Í upphafi seinni var enn möguleiki en þriðja markið þeirra fer með alla möguleika."

Nik var spurður hvort að sitt lið gæti lært af mistökunum úr þessum leik.

„Auðvitað, það er það sem við munum gera. Ég hef ekki áhyggjur af þessum mistökum, við verðum mun betri í föstum leikatriðum (í næsta leik). Það eru ekki mörg lið sem hafa jafnmörg vopn og Valur er með og ég hef ekki það miklar áhyggjur að þetta tap hafi of mikil áhrif."

Hann var einnig spurður út í bikarúrslitaleikinn sem verður spilaður í október eftir að deildinni lýkur.

„Það var eini tíminn sem var laus nema við hefðum getað spilað núna um Verslunarmannahelgina en það mun aldrei gerast. Við vissum frá upphafi að leikurinn yrði þá. Frá mér séð þá lengir þetta bara tímabilið og gefur okkur tvær og hálfa viku til að einbeita okkur að Breiðablik sem við myndum venjulega ekki fá. Vonandi hjálpar það okkur."

Eruð þið með markmið í deildinni þegar kemur að því að ná ákveðnu sæti?

„Fyrir okkur snýst þetta um að halda okkur á lífi í deildinni. Ég held að við séum sigri eða tveimur frá því og leikurinn gegn Keflavík í næstu viku er risastór. Svo sjáum við bara til. Á þessum tímapuntki, Í hreinskilni, myndi ég frekar taka því að vinna bikarinn og enda í áttunda sæti heldur en að enda í 3. sæti," sagði Nik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner