Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 17:42
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Ægir skoraði sex - Óvænt tap í Vogunum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu leikjum dagsins er lokið í 2. deild karla þar sem topplið Ægis gerði sér lítið fyrir og skoraði sex mörk á heimavelli gegn KFG.

Dimitrije Cokic var atkvæðamestur heimamanna í Þorlákshöfn með tvennu en Jón Arnar Barðdal skoraði einnig tvennu fyrir KFG sem var lengi vel á lífi í viðureigninni. Þá tókst Stefan Dabetic að skora í bæði mörkin.

Ægismenn eru með sex stiga forystu á toppi deildarinnar eftir sigurinn en Haukar geta stytt bilið niður í þrjú stig. Þeir eru þessa stundina að spila heimaleik við Dalvík/Reyni.

Grótta deilir öðru sætinu með Haukum í bili eftir sigur á útivelli gegn Hetti/Hugin. Þar skoruðu Kristófer Dan Þórðarson og Marciano Aziz bæði mörk leiksins með stuttu millibili í fyrri hálfleik.

Þróttur Vogum er einnig í þessu öðru sæti þar sem liðin þrjú eru jöfn með 23 stig. Vogamenn fengu kjörið tækifæri til að halda í við topplið Ægis í dag en þeir töpuðu afar óvænt á heimavelli gegn Kára.

Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og kemur þessi sigur sér ótrúlega vel fyrir Kára í fallbaráttunni. Liðið er ennþá í fallsæti en einungis á markatölu.

Að lokum hafði Víkingur Ólafsvík betur á heimavelli gegn botnliði Víðis frá Garði. Ólsarar eru um miðja deild, þó aðeins fjórum stigum frá öðru sætinu.

Ægir 6 - 3 KFG
0-1 Jón Arnar Barðdal ('3 )
1-1 Dimitrije Cokic ('12 )
2-1 Atli Rafn Guðbjartsson ('21 )
3-1 Bilal Kamal ('26 )
3-2 Stefan Dabetic ('59 , Sjálfsmark)
4-2 Dimitrije Cokic ('61 )
5-2 Bjarki Rúnar Jónínuson ('78 )
6-2 Stefan Dabetic ('82 )
6-3 Jón Arnar Barðdal ('86 )

Höttur/Huginn 0 - 2 Grótta
0-1 Kristófer Dan Þórðarson ('35 )
0-2 Marciano Aziz ('37 )
Rautt spjald: ,Grímur Ingi Jakobsson , Grótta ('90)
Rautt spjald: Stefán Ómar Magnússon , Höttur/Huginn ('90)

Þróttur V. 0 - 1 Kári
0-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('76 )
Rautt spjald: Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson , Kári ('90)

Víkingur Ó. 4 - 2 Víðir
0-1 Markús Máni Jónsson ('10 )
1-1 Hektor Bergmann Garðarsson ('38 )
2-1 Asmer Begic ('53 )
3-1 Luke Williams ('67 )
4-1 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('80 )
4-2 Markús Máni Jónsson ('87 )
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 13 9 2 2 38 - 19 +19 29
2.    Haukar 13 7 3 3 25 - 19 +6 24
3.    Dalvík/Reynir 13 7 2 4 22 - 13 +9 23
4.    Grótta 13 6 5 2 22 - 14 +8 23
5.    Þróttur V. 13 7 2 4 17 - 13 +4 23
6.    Víkingur Ó. 13 5 4 4 25 - 19 +6 19
7.    Kormákur/Hvöt 13 6 0 7 18 - 23 -5 18
8.    KFA 13 5 2 6 32 - 30 +2 17
9.    KFG 13 4 1 8 21 - 31 -10 13
10.    Höttur/Huginn 13 3 3 7 18 - 29 -11 12
11.    Kári 13 4 0 9 15 - 32 -17 12
12.    Víðir 13 2 2 9 14 - 25 -11 8
Athugasemdir