Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   sun 20. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Sindri vann stórsigur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri 5 - 1 Einherji
1-0 Arna Ósk Arnarsdóttir ('8 )
1-1 Veronika Garabecz ('50 )
2-1 Sarai Vela Menchon ('51 )
3-1 Arna Ósk Arnarsdóttir ('64 )
4-1 Arna Ósk Arnarsdóttir ('76 )
5-1 Sarai Vela Menchon ('92 )

Sindri tók á móti Einherja í eina leik gærdagsins í 2. deild kvenna og skóp stórsigur.

Arna Ósk Arnarsdóttir skoraði eina markið í fyrri hálfleik og tókst gestunum frá Vopnafirði að jafna snemma í síðari hálfleik með marki frá Veronika Garabecz.

Það leið þó ekki á löngu þar til Sarai Vela Menchon tók forystuna á ný fyrir heimakonur, með marki mínútu eftir jöfnunarmarkið.

Arna Ósk lék svo á alls oddi og skoraði tvennu til að innsigla sigur Sindra í síðari hálfleiknum, áður en Sarai bætti fimmta markinu við í uppbótartíma. Arna og Sarai deildu mörkunum því á milli sín þar sem Arna endaði atkvæðamest með þrennu.

Sindri er um miðja deild eftir þennan sigur, þó aðeins með 12 stig eftir 11 umferðir. Einherji er með 8 stig eftir 10 umferðir.

Sindri Emilía Alís Karlsdóttir (m), Ólöf María Arnarsdóttir, Sarai Vela Menchon, Freyja Sól Kristinsdóttir, Michelle Wienecke, Thelma Björg Gunnarsdóttir (89'), Arna Ósk Arnarsdóttir, Noelia Rodriguez Castrejon (86'), Jovana Milinkovic, Carly Wetzel, Fanney Rut Guðmundsdóttir
Varamenn Sunna Dís Birgisdóttir (89'), Íris Ösp Gunnarsdóttir, Guðrún Vala Ingólfsdóttir (86')

Einherji Berna Kabakci (m), Sara Líf Magnúsdóttir, Melania Mezössy (67'), Montserrat Montes Del Castillo (46'), Coni Adelina Ion, Borghildur Arnarsdóttir (73'), Laia Arias Lopez, Lidia Cauni (73'), Amelie Devaux, Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Amanda Lind Elmarsdóttir
Varamenn Tinna Líf Kristinsdóttir (73), Lorina Itoya, Lilja Björk Höskuldsdóttir, Veronika Garabecz (46), Ásdís Fjóla Víglundsdóttir (73), Reka Hornok (67)
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 10 10 0 0 45 - 7 +38 30
2.    ÍH 9 7 1 1 47 - 13 +34 22
3.    Völsungur 9 7 0 2 40 - 18 +22 21
4.    Fjölnir 9 6 2 1 25 - 11 +14 20
5.    Vestri 10 4 1 5 19 - 28 -9 13
6.    Sindri 11 3 3 5 20 - 23 -3 12
7.    Dalvík/Reynir 10 3 2 5 21 - 21 0 11
8.    Álftanes 9 3 1 5 22 - 25 -3 10
9.    ÍR 9 2 2 5 15 - 22 -7 8
10.    Einherji 10 2 2 6 16 - 33 -17 8
11.    KÞ 9 2 2 5 11 - 29 -18 8
12.    Smári 9 0 0 9 1 - 52 -51 0
Athugasemdir
banner
banner