Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   sun 20. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Dramatískt sigurmark í Kórnum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Ýmir 2 - 1 Tindastóll
1-0 Theodór Unnar Ragnarsson ('5 )
1-1 Manuel Ferriol Martínez ('70 )
2-1 Hörður Máni Ásmundsson ('90 , Mark úr víti)

Ýmir og Tindastóll áttust við í 3. deildinni í gær og tóku heimamenn forystuna snemma leiks í Kórnum með marki frá Theodóri Unnari Ragnarssyni.

Þrír leikmenn þurftu að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og leit næsta mark ekki dagsins ljós fyrr en á 70. mínútu. Manuel Ferriol Martínez skoraði þá til að jafna metin fyrir Stólana.

Staðan hélst jöfn allt þar til undir lokin þegar dæmd var vítaspyrna og skoraði Hörður Máni Ásmundsson dramatískt sigurmark af punktinum á 90. mínútu.

Þetta er aðeins þriðji sigur Ýmis á keppnistímabilinu og eru stigin afar dýrmæt. Þau lyfta Kópavogsstrákunum úr fallsæti þar sem liðið er komið með 14 stig eftir 13 umferðir, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Þetta hefur verið magnaður viðsnúningur á gengi Ýmis sem er núna búinn að safna átta stigum í síðustu fjórum umferðum. Liðinu tókst þannig að taka framúr Sindra og KF á stöðutöflunni og nálgast næstu lið óðfluga í þéttum pakka.

Tindastóll er áfram um miðja deild, með 17 stig - þremur stigum meira heldur en Ýmir. Sigur í gær hefði getað reynst afar mikilvægur fyrir möguleika Stólanna um að blanda sér í toppbaráttuna, sem eru orðnir nokkuð óraunhæfir eftir tapið.

Ýmir Indrit Hoti (m), Andri Már Harðarson (69'), Arnar Máni Ingimundarson (18'), Alexander Örn Guðmundsson, Steinn Logi Gunnarsson, Kári Tómas Hauksson (61'), Theodór Unnar Ragnarsson (69'), Hrannar Þór Eðvarðsson, Jón Arnór Guðmundsson, Baldvin Dagur Vigfússon, Dagur Eiríksson (69')
Varamenn Brynjar Bjarki Jóhannsson, Hörður Máni Ásmundsson (69'), Steingrímur Dagur Stefánsson (69'), Jónatan Freyr Hólmsteinsson (61'), Tómas Breki Steingrímsson (18'), Björn Ingi Sigurðsson (69')

Tindastóll Nikola Stoisavljevic (m), Sverrir Hrafn Friðriksson, Svend Emil Busk Friðriksson, Svetislav Milosevic, Manuel Ferriol Martínez, Kolbeinn Tumi Sveinsson (18'), Jónas Aron Ólafsson, Viktor Smári Sveinsson, Arnar Ólafsson, Jóhann Daði Gíslason (9'), Daníel Smári Sveinsson
Varamenn Atli Dagur Stefánsson, Ivan Tsvetomirov Tsonev (9), Sigurður Snær Ingason (18)
Athugasemdir
banner