Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Ingi ekki með í sigri - Á leið í þýska boltann
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Midtjylland og HamKam eru tvö síðustu Íslendingaliðin sem mættu til leiks í Skandinavíu í dag.

Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn í 1-0 sigri HamKam gegn Fredrikstad í efstu deild norska boltans.

Hann lék í stöðu vængbakvarðar og hjálpaði liðinu að halda hreinu. Stigin þrjú sem HamKam fær fyrir þennan sigur eru afar dýrmæt enda er liðið í harðri fallbaráttu.

Brynjar Ingi Bjarnason er fastamaður í varnarlínu HamKam en var utan hóps í dag, líklegast vegna þess að þýska félagið Greuther Fürth virðist vera að ganga frá kaupum á honum.

HamKam er í fallsæti með 16 stig eftir 14 umferðir, einu stigi frá Molde í öruggu sæti og með leik til góða.

Í efstu deild danska boltans gerði Midtjylland þá 3-3 jafntefli við Odense í fyrstu umferð á nýju tímabili.

Elías Rafn Ólafsson er varamarkvörður Midtjylland og sat á bekknum í dag.

OB átti þrjár marktilraunir sem hæfðu rammann og rötuðu þær allar í netið. Jonas Lössl átti ekki sinn besta leik á milli stanganna.

HamKam 1 - 0 Fredrikstad

Midtjylland 3 - 3 OB

Athugasemdir
banner