Portúgalski varnarmaðurinn Renato Veiga er til sölu í sumar og vill Chelsea fá um 46 milljónir evra, eða 40 milljónir punda, fyrir.
Veiga gerði flotta hluti á láni hjá Juventus á seinni hluta síðustu leiktíðar og er meðal annars eftirsóttur af Atlético Madrid, FC Bayern og félögum í ensku úrvalsdeildinni.
Veiga, sem verður 22 ára í næstu viku, er með fimm A-landsleiki að baki fyrir Portúgal.
Chelsea keypti hann frá svissneska félaginu Basel í fyrrasumar og hefur hann skotist fljótt upp í verði.
Veiga er spenntur fyrir því að skipta um félag en hann er þó með sex ár eftir af samningi hjá Chelsea.
Athugasemdir