Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juve tókst að semja við Porto
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska stórveldið Juventus er að ganga frá kaupum á portúgalska kantmanninum Francisco Conceicao.

Conceicao er 22 ára gamall og kemur til Juve úr röðum Porto eftir að hafa leikið á láni hjá ítalska félaginu allt síðasta tímabil.

Conceicao kom að 13 mörkum í 40 leikjum með Juve á tímabilinu og hreif þjálfarateymi félagsins. Juve ákvað því að festa kaup á honum og hefur verið í viðræðum við Porto um kaupverð í allt sumar.

Samkomulag náðist loksins fyrr í vikunni og mun Juventus greiða um 32 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Upphæðin verður greidd yfir fjögurra ára tímabil og afsalaði Conceicao sér 20% af eigin endursöluvirði til þess að liðka fyrir félagaskiptunum.

Conceicao átti 20% hlutfall í eigin endursöluvirði hjá Porto en gaf það frá sér til að skipta til Juve. Það eru um 6 milljónir evra sem hann missir af.

Conceicao hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum með Portúgal þrátt fyrir ungan aldur, eftir að hafa verið algjör lykilmaður í U21 landsliðinu.
Athugasemdir
banner