Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 10:06
Brynjar Ingi Erluson
Komið að kveðjustund hjá Sancho - Wharton til Liverpool á næsta ári?
Powerade
Jadon Sancho og Marcus Rashford eru báðir á förum frá Man Utd
Jadon Sancho og Marcus Rashford eru báðir á förum frá Man Utd
Mynd: EPA
Wharton vill taka eitt tímabil í viðbót með Crystal Palace áður en hann tekur næsta skref
Wharton vill taka eitt tímabil í viðbót með Crystal Palace áður en hann tekur næsta skref
Mynd: EPA
Man Utd og Newcastle eru að skoða Kolo Muani
Man Utd og Newcastle eru að skoða Kolo Muani
Mynd: EPA
Jadon Sancho er loksins á förum frá Manchester United, Barcelona greiðir launakostnað Marcus Rashford og Adam Wharton gæti farið til Liverpool á næsta ári. Margir góðir molar í Powerade-slúðurpakka dagsins!

Enski vængmaðurinn Jadon Sancho (25) er nálægt því að ganga í raðir Juventus á Ítalíu frá Manchester United. Félögin hafa gengið frá nokkrum atriðum í viðræðum og styttist óðfluga í samkomulag. (Tuttosport)

Juventus er reiðubúið að samþykkja 21,6 milljóna punda verðmiða Sancho, sem hefur þegar náð samkomulagi við Juventus um kaup og kjör. Hann mun skrifa undir fjögurra ára samning og þéna 5,2 milljónir punda í árslaun. (Sportmediaset)

Liverpool er í bílstjórasætinu um enska miðjumanninn Adam Wharton (21), sem er á mála hjá Crystal Palace. Tottenham er einnig í baráttunni um leikmanninn sem mun þó líklega ekki fara neitt fyrr en á næsta ári þar sem hann vill eyða öðru ári á Selhurst Park. (Sun)

Barcelona mun greiða allan launakostnað enska framherjans Marcus Rashford (27) en hann kemur á láni frá Manchester United út tímabilið. Rashford þénar 325 þúsund pund á viku hjá United. (Times)

Manchester United og Newcastle ætla að reyna við Randal Kolo Muani (26), framherja Paris Saint-Germain í Frakklandi eftir að hafa misst af Hugo Ekitike. Kolo Muani eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Juventus. (Footmercato)

Jordan Pickford (31), markvörður Everton og enska landsliðsins, er nálægt því að ganga frá viðræðum um nýjan fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarfélaginu. (Sun)

AC Milan vill ganga frá samkomulagi við Brighton um vinstri bakvörðinn Pervis Estupinan (27), en það sér hann sem fullkominn arftaka Theo Hernandez sem samdi við sádi-arabíska félagið Al Hilal á dögunum. (Gianluca Di Marzio)

Bayern München og Liverpool munu hittast á næstu dögum til að ræða framtíð kólumbíska vængmannsins Luis Díaz (28). Liverpool hefur hafnað tveimur tilboðum frá Bayern, en þýska félagið er vongott um að landa samkomulagi. (Bild)

Evan Ferguson (20) er að ganga í raðir Roma á láni frá Brighton. Munnlegt samkomulag er í höfn og á Roma möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir 40 milljónir evra. (Fabrizio Romano)

Fenerbahce hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain um miðvörðinn Milan Skriniar (30) og sóknartengiliðinn Marco Asensio (29). (Footmercato)

Pierre-Emerick Aubameyang (36) hefur hafnað tilboði frá Al Ettifaq í Sádi-Arabíu og ætlar sér að snúa aftur til Marseille í Frakklandi. (Footmercato)

Chelsea vonast til að geta selt enska vængmanninn Raheem Sterling (30) fyrir um það bil 20 milljónir punda til að fá eitthvað til baka eftir að hafa keypt hann frá Manchester City fyrir 47,5 milljónir punda fyrir þremur árum. (Sun)

Atlético Madríd gæti neyðst til að selja enska miðjumanninn Conor Gallagher (25) þar sem félagið er með of marga útlendinga í hópnum. (Cope)

Tottenham er í viðræðum við Bayern München um kaup á portúgalska miðjumanninum Joao Palhinha (30), en hann er metinn á um 26 milljónir punda af þýska félaginu. (Christian Falk)
Athugasemdir
banner
banner