Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Lauriente fór í fýluferð til Portúgal
Mynd: EPA
Franski vængmaðurinn Armand Lauriente mun ekki ganga í raðir Sunderland frá Sassuolo en það slitnaði upp úr viðræðum í dag og er hann farinn aftur til Ítalíu.

Sassuolo heimilaði Lauriente að ferðast til Portúgal í gær, þar sem Sunderland er með æfingabúðir sínar og ganga frá samkomulagi við enska félagið.

Hann var kynntur fyrir nýju liðsfélögunum áður en hann átti að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samninginn, en þá kom babb í bátinn.

Sunderland og Sassuolo höfðu náð samkomulagi um kaupverð, en Fabrizio Romano og Sky Sports segja frá því í dag að aðilarnir hafi ekki náð endanlegu samkomulagi og ákvað Sunderland því að hætta við kaupin.

Svekkjandi fyrir franska leikmanninn sem kom að 24 mörkum er Sassuolo vann sér aftur sæti í Seríu A á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner