Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 20. ágúst 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlaði að reyna að ráða Conte sem stjóra hjá Leeds
Conte var rekinn frá Chelsea í sumar.
Conte var rekinn frá Chelsea í sumar.
Mynd: Getty Images
Leeds reyndi að ráða Antonio Conte áður en Marcelo Bielsa var gerður að nýjum knattspyrnustjóra liðsins í sumar. Þetta er haft eftir eigandanum Andrea Radrizzani.

Bielsa hefur farið frábærlega af stað með Leeds og hefur hann unnið alla keppnisleikina hingað til, þrjá í deild og einn í deildarbikar. Hann er fyrsti stjóri í sögu Leeds sem vinnur fyrstu fjóra leiki sína í starfi.

Sjá einnig:
Pistill: Hvernig Bielsa hefur vakið sofandi risa

Bielsa var hins vegar ekki fyrsti kostur. Antonio Conte, sem var rekinn frá Chelsea, var efstur á óskalistanum.

„Ég neita því ekki að ég reyndi að fá Conte, ég er með veikleika fyrir honum, ég hefði boðið honum 20 milljónir punda til þess að taka starfið að sér," sagði Radrizzani við La Gazzetta dello Sport.

„Ef Conte hefði tekið við þá hefði engin spurning verið um það að liðið myndi fara upp í ensku úrvalsdeildina," sagði sá ítalski og nefndi Claudio Ranieri og Roberto Martinez líka.

„En við við erum ótrúlega ánægð með Bielsa, við höfum valið einn þann besta í heimi."
Athugasemdir
banner
banner
banner