Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 20. ágúst 2018 23:45
Elvar Geir Magnússon
Lið 17. umferðar: Valsmenn áberandi
Patrick Pedersen skoraði tvö.
Patrick Pedersen skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var maður leiksins í Lautinni.
Ólafur Ingi Skúlason var maður leiksins í Lautinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals tróna á toppi Pepsi-deildarinnar en þeir unnu flottan 3-1 útisigur gegn Breiðabliki í toppslag í 17. umferð. Það er vel við hæfi að Valsmenn séu áberandi í liði umferðarinnar.

Patrick Pedersen er valinn í úrvalsliðið í fimmta sinn en hann skoraði tvö mörk gegn Blikum. Dion Acoff rak smiðshöggið og er einnig í liðinu.

Maður leiksins var valinn Birkir Már Sævarsson en hann var einnig valinn leikmaður umferðarinnar.

Þá er Ólafur Jóhannesson þjálfari umferðarinnar.



Andreas Larsen, markvörður Víkinga, er óheppinn að komast ekki í úrvalsliðið en hann var maður leiksins í 2-2 jafntefli gegn Fjölni. Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, stendur í rammanum eftir 1-1 jafntefli gegn FH í Lautinni. Aron átti góðan leik og tók eina rosalega vörslu sem var ansi mikilvæg. Ólafur Ingi Skúlason var valinn maður leiksins í Árbænum og er einnig í úrvalsliðinu.

ÍBV steig risaskref í átt að því að halda sæti sínu í deildinni með því að vinna 1-0 gegn botnliði Keflavíkur. Sigurður Arnar Magnússon skoraði eina markið ásamt því að vera mjög öflugur varnarlega í leiknum. Kaj Leo í Bartalsstovu fær einnig pláss í úrvalsliðinu.

Í Grindavík kom Stjarnan í heimsókn og niðurstaðan var 2-2 jafntefli. Björn Berg Bryde var bestur hjá heimamönnum og Eyjólfur Héðinsson stóð upp úr hjá gestunum. Báðir í úrvalsliðinu.

Kennie Chopart tryggði KR mikilvægan 1-0 útisigur gegn KA fyrir norðan. Þá átti Gunnar Þór Gunnarsson mjög öflugan leik í vörn þeirra svart/hvítu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar (Umferð ekki lokið)
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner