Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. ágúst 2018 14:46
Magnús Már Einarsson
Besiktas vill fá Karius
Mynd: Getty Images
Besiktas hefur óskað eftir að krækja í Loris Karius markvörð Liverpool en Sky Sports greinir frá þessu í dag. Líklegast þykir að um lánssamning verði að ræða.

Þjóðverjinn spilaði 33 leiki með Liverpool á síðasta tímabili en eftir slæm mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað félagið að kaupa Alisson í markið í sumar.

Besiktas seldi markvörðinn Fabri til Fulham í sumar og er í leit að nýjum markverði.

Fyrr í sumar sýndi Besiktas áhuga á að fá Simon Mignolet frá Liverpool en félagið hefur nú ákveðið að snúa sér að hinum 25 ára gamla Karius.

Karius ferðaðist með liði Liverpool í leikinn gegn Crystal Palace í London í kvöld en spurning er hvort eitthvað gerist í hans málum áður en félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar um mánaðarmótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner