Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. ágúst 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bravo illa meiddur - Man City með óreyndan varamarkvörð
Mynd: Getty Images
Svo gæti farið að Claudio Bravo, varamarkvörður Manchester City, verði frá allt tímabilið. Hann sleit hásin á æfingu í dag.

Hinn 35 ára gamli Bravo fór í rannsóknir í Manchester til að staðfesta meiðslin en hann flýgur svo til Barcelona í frekari rannsóknir á fimmtudag. Þegar leikmenn Manchester City lenda í slæmum meiðslum þá fara þeir yfirleitt alltaf til Barcelona og hitta góðan séfræðing þar.

Þessi meiðsli Bravo þýða það að City þarf að treysta á hinn tvítuga Daniel Grimshaw til að vera til vara fyrir Ederson. Grimshaw hefur ekki leikið aðalliðsleik.

Manchester City seldi markverðina Angus Gunn, til Southampton, og Joe Hart til Burnley í sumar.

Meiðsli Bravo eru ekki þau einu sem eru að hrjá Man City þessa stundina því Kevin de Bruyne verður líka frá næstu mánuðina.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner