mán 20. ágúst 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Dagný lagði allt í að ná leikjunum - Bakmeiðsli tóku sig upp
Dagný skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrra.
Dagný skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrra.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Dagný Brynjarsdóttir er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í mikilvægum leikjum í undankeppni HM í byrjun september.

Dagný eignaðist barn í júní og gekk til liðs við Selfoss í júlí til að reyna að komast í leikform fyrir landsleikina. Það gekk þó ekki.

„Ég held að ég hafi verið fyrstur til að fá mynd af fæðingardeildinni af barninu, hún var svo klár í slaginn. Það fyrsta sem hún hugsaði var að hún ætlaði að ná þessum landsleikjum," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Hún fór af stað í fótbolta þegar læknar leyfðu henni að byrja að æfa. Hún hefur verið að kljást við meiðsli í baki og þau tóku sig upp."

„Hún er ekki klár og er að berjast við að komast í stand aftur því hún á sér draum að fara aftur í atvinnumennsku og þarf að vera í formi til að fá samning hjá þeim liðum sem hún vill fá samning hjá."


Að sögn Freysa stefnir Dagný nú á að vera klár í umspil um sæti á HM í nóvember ef Ísland fer þangað. Ísland á þó möguleika á að komast beint á HM með sigri á Þýskalandi 1. september.

Staðan fyrir leikinn við Þjóðverja
Sigur á Þýskalandi = Ísland beint á HM
Jafntefli gegn Þýskalandi = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara á HM
Tap gegn Þjóðverjum = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara í umspil
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner