Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. ágúst 2018 23:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Jarl: Bæjarbúar í Grindavík mega skammast sín
Það hefur verið dræm mæting á völlinn í Grindavík.
Það hefur verið dræm mæting á völlinn í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Grindavík hefur síðustu tvö tímabilin staðið sig mjög vel í Pepsi-deild karla. Liðið er þessa stundina í bullandi Evrópubaráttu, með jafnmörg stig og FH í fimmta til sjötta sæti.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, hefur talað um að hann vilji vera með Grindavík í toppbaráttu. „Við horfum upp, ekki niður," sagði Óli Stefán í viðtali við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Stjörnunni í gær.

Gunnar Jarl Jónsson var sérfræðingur í Pepsi-mörkunum í kvöld en þar var Grindvíkingum hrósað fyrir metnað. Gunnar ákvað þó að senda pillu á stuðningsmenn Grindavíkur, sem hafa ekki verið næginlega duglegir að mæta á völlinn að hans mati.

„Eitt sem má gagnrýna Grinvíkinga fyrir, ekki liðið heldur fólkið í Grindavík - því miður. Fólk mætir ekki á völlinn. Það er afleit mæting."

„Grindavík er með nokkuð spennandi lið, er að gera fína hluti. Það er óskiljanlegt í þessu bæjarfélagi að það skuli mæta svona fáir á völlinn. Það mæta fleiri þegar ísbíllinn kemur út á götu í Grindavík en þeir sem mæta á völlinn. Í rauninni mega bæjarbúa skammast sín því liðið á meira skilið," sagði Gunnar Jarl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner