Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mán 20. ágúst 2018 20:35
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Þjálfarinn þeirra er "cocky"
Gústi missti toppsætið í kvöld
Gústi missti toppsætið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók á móti Val á Kópavogsvelli í kvöld í toppslag Pepsí-deildar karla þar sem þeir töpuðu 3-1 og misstu toppsætið til Valsmanna. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði að fyrri hálfleikurinn hefði orðið þeim að falli en hrósaði liði sínu fyrir flottan seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Valur

„Þetta var eins og dagur og nótt, fyrri hálfleikur var rólegur og lítið tempó og við fáum á okkur annað markið undir lok hálfleiksins og þá var erfitt að koma tilbaka. Við sýndum gríðarlegan karakter í seinni hálfleik, við náum að komast inn í leikinn og bara svekkjandi að ná ekki að jafna leikinn."

Margir furðuðu sig á því þegar Blikar voru 2-1 undir og tóku sóknartengiliðinn Gísla Eyjólfsson útaf fyrir miðvörðinn Elfar Frey Helgason. Ágúst sagði að Gísli væri búinn að vera tæpur og pælingin með þessu hafi verið að koma bakvörðunum upp völlinn.

„Gísli var búinn að vera tæpur fyrir leikinn og var farinn að haltra og þá ákváðum við að taka hann útaf og fara í þriggja hafsenta kerfi. Með því færðu bakverðina upp völlinn og það skilaði sér þar sem við fengum færi til að skora eftir það. Arnór var ekki tilbúinn í leikinn, annars hefði hann mögulega komið inná."

Valsmenn tóku toppsætið af Breiðablik með þessum sigri en Ágúst sagði að þetta sé ekki búið ennþá og skaut á Valsara þar sem hann sagði þjálfara þeirra, Ólaf Jóhannesson vera kokhraustan og það gæti komið í bakið á þeim.

„Þetta er ekki búið ennþá, við höldum bara áfram, Valsararnir eru komnir á toppinn núna eins og þeir hafa verið mikið í sumar og þeim líður vel þar. Þeir mega ekki verða of cocky þar, eins og þjálfarinn þeirra hann er dálítið coky, þannig að þeir geta fengið þetta í bakið ef þeir halda ekki rétt á spöðunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner