Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. ágúst 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
Heimir: Held að Óli Jó vinur minn klári þetta
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Heimir Guðjónsson hefur fylgst vel með gangi mála Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir að vera við þjálfun í Færeyjum.

„Ég hef horft á töluvert af leikjum. Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu utan frá, án þess að vera sjálfur í hringiðunni," segir Heimir.

Það er brekka hjá hans gamla félagi í Hafnarfirði en FH-ingar eiga á hættu að missa af Evrópusæti.

„Ég hef ekki séð mjög marga leiki með FH en það hefur kannski vantað þennan stöðugleika sem hefur oft verið áður. Af hverju, það veit ég ekki. Það er svo mikið af leikmönnum þarna sem ég þekki ekki neitt. Í sjálfu sér er ég ekki dómbær á af hverju hlutirnir hafa ekki gengið."

En hvað finnst honum um titilbaráttuna?

„Ég held að Óli Jó vinur minn klári þetta á endanum," segir Heimir.

„Stjarnan og Breiðablik hafa verið öflug en ég held að Valsarar klári þetta. Valsmenn eru þannig lið að þeir þurfa ekki endilega að spila vel til að vinna. Það er sterkur eiginleiki. Á endanum, nú þegar Evrópukeppnin er búin hjá þeim, þá taka þeir þessa leiki í lokin og vinna mótið."

Sjá einnig:
Heimir stefnir á tvennuna í Færeyjum - Finnur fyrir ánægju fólks

Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar og berjast við Blika og Garðbæinga um Íslandsmeistaratitilinn. Núna klukkan 18 hefst einmitt leikur Breiðabliks og Vals í Pepsi-deildinni, stórslagur.

Beinar textalýsingar:
18:00 Breiðablik - Valur
18:00 Fjölnir - Víkingur R.
Athugasemdir
banner
banner