Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. ágúst 2018 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson: Vorum óheppnir með dómaraákvarðanir
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, var svekktur eftir tap gegn Liverpool í kvöld.

Leikurinn endaði 2-0 fyrir Liverpool. Hodgson var svekktur með nokkrar ákvarðanir sem Michael Oliver, dómari leiksins, tók. Liverpool fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins komst í 1-0 og þegar stundarfjórðungur var eftir missti Palace mann af velli með rautt spjald. Aaron Wan-Bissaka fékk rautt spjald þegar hann klippti Mohamed Salah niður. Salah var sloppinn í gegn.

„Við hefðum átt að koma 0-0 inn í hálfleikinn og þá hefði seinni hálfleikurinn verið enn erfiðari. Við teljum okkur óheppna að hafa tapað 2-0," sagði Hodgson.

Um vítaspyrnudóminn sagði Hodgson:

„Hvað býst við því að ég segi? Það þarf ekki að ræða það. Sakho er varnarmaður og hann verður að reyna að verjast, sem ég tel að hann hafi gert vel. Í enda leiksins fór Van Dijk og tók Max Meyer niður og við fengum ekki vítaspyrnu. Við vorum óheppnir með dómaraákvarðanir, en ég hef meiri áhuga á því að segja að við spiluðum þennan leik vel."

Aðspurður sagðist Hodgson rauða spjaldið vera réttur dómur.
Athugasemdir
banner
banner
banner