Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. ágúst 2018 20:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Þróttur vann Ólsara í mögnuðum fótboltaleik
Viktor Jónsson, geggjaður!
Viktor Jónsson, geggjaður!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erfiðir dagar hjá Ejub og hans mönnum. Töpuðu dramatískt í undanúrslitum í bikar og svo þessi leikur.
Erfiðir dagar hjá Ejub og hans mönnum. Töpuðu dramatískt í undanúrslitum í bikar og svo þessi leikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 3 - 4 Þróttur R.
1-0 Kwame Quee ('20 )
2-0 Gonzalo Zamorano Leon ('24 )
2-1 Daði Bergsson ('45 )
2-2 Viktor Jónsson ('45 )
2-3 Viktor Jónsson ('67 )
3-3 Ívar Reynir Antonsson ('76 )
3-4 Viktor Jónsson ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Þróttur heimsótti Víking Ólafsvík í Inkasso-deild karla í kvöld. Úr varð mögnuð skemmtun.

Heimamenn í Ólafsvík byrjuðu betur og þeir komust í 2-0. Mörkin komu með stuttu millibili. Kwame Quee skoraði fyrsta markið á 20. mínútu og Gonzalo Zamorano Leon skoraði á 24. mínútu.

Þróttarar voru vankaðir en þeir stóðu upp aftur og jöfnuðu fyrir leikhlé. Viktor Jónsson og Daði Bergsson, sem hafa verið sterkustu leikmenn Þróttar í sumar, skoruðu tvö mörk stuttu fyrir leikhlé og var staðan jöfn í hálfleik, 2-2.

Það voru svo Þróttarar sem náðu forystunni um miðjan seinni hálfleikinn og hver annar en Viktor Jónsson? Hann er búinn að vera frábær í sumar og raðað inn mörkum í Inkasso-deildinni. Þetta var hans 16. mark í deildinni en hann var ekki búinn að segja sitt síðasta í þessum leik.

Á 76. mínútu jöfnuðu Ólsarar og var það varamaðurinn Ívar Reynir Antonsson sem það gerði. Frábær skemmtun í Ólafsvík, 3-3.

Hvorugt liðið ætlaði að sætta sig við jafntefli, en það voru Þróttarar sem tóku stigin þrjú. Viktor Jónsson fullkomnaði þrennuna á 88. mínútu og tryggði sigurinn. Þvílíkur leikur. Lokatölur 4-3.

Hvað þýða þessi úrslit?
Þessi úrslit skipta miklu máli. Þróttur kemst upp fyrir Víking Ólafsvík í fjórða sæti deildarinnar. Bæði lið eru með 32 stig, en Ólsarar hafa ekki unnið í þremur leikjum og það er að kosta liðið í baráttunni um að komast upp í Pepsi-deildina. ÍA og HK eru í efstu tveimur sætum deildarinnar með 39 og 38 stig. Það eru fimm umferðir eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner