Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. ágúst 2018 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Stórt tap hjá Emil og félögum í fyrsta leik
Emil eltir hér Mario Pasalic, leikmann Atalanta.
Emil eltir hér Mario Pasalic, leikmann Atalanta.
Mynd: Getty Images
Atalanta 4 - 0 Frosinone
1-0 Alejandro Gomez ('14 )
2-0 Hans Hateboer ('48 )
3-0 Mario Pasalic ('61 )
4-0 Alejandro Gomez ('90 )

Emil Hallfreðsson og félagar hans í Frosinone hófu leik í ítölsku úrvalsdeildinni, Sería A í kvöld. Þeir mættu Atalanta í síðasta leik 1. umferðarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Atalanta í Bergamo.

Frosinone eru nýliðar í ítölsku úrvalsdeildinni en Atalanta er lið sem stefnir á það að berjast um sæti í Evrópukeppni. Liðið er í Evrópudeildinni.

Það var því alltaf ljóst að þetta yrði erfitt fyrir Frosinone. Alejandro Gomez kom Atalanta yfir á 14. mínútu og var staðan 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum gekk Atalanta með tveimur mörkum tiltölulega snemma. Alejandro Gomez gerði síðan annað mark sitt og fjórða mark Atalanta áður en leiknum lauk.

Lokatölur 4-0 fyrir Atalanta, en Emil spilaði allan leikinn fyrir Frosinone sem er auðvitað jákvætt.

Frosinone er á botni deildarinnar eftir fyrstu umferðina. Frosinone féll úr leik í ítalska bikarnum á dögunum.

Sjá einnig:
Ítalski boltinn byrjar að rúlla - Við hverju má búast?
Athugasemdir
banner
banner
banner