Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. ágúst 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Kenedy sleppur við bann eftir hörmulegan laugardag
Kenedy er í láni hjá Newcastle frá Chelsea.
Kenedy er í láni hjá Newcastle frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Kenedy, leikmaður Newcastle, verður ekki dæmdur í bann fyrir að sparka í Victor Camarasa í markalausu jafntefli gegn Cardiff um helgina.

Brasilíumaðurinn sparkaði í Camarasa eftir baráttu þeirra á milli í fyrri hálfleik en Craig Pawson dómari leiksins spjaldaði hann ekki.

Pawson dæmdi aukaspyrnu og því ákvað enska knattspyrnusambandið að gera ekki neitt meira í málinu.

Neil Warnock, stjóri Cardiff, var ósáttur eftir atvikið og sagði eftir leik að Kenedy hefði verðskuldað að fá rautt spjald.

Kenedy vill væntanlega gleyma leiknum á laugardg sem fyrst en hann klikkaði á vítaspyrnu í viðbótartíma. Kenedy átti ekki eina sendingu á samherja í fyrri hálfleik en enginn annar leikmaður hefur verið með jafn slæma tölfræði undanfarin átta ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner