Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. ágúst 2018 11:04
Elvar Geir Magnússon
Lee Sharpe: Held að Mourinho verði farinn fyrir jól
Lee Sharpe spilaði með Grindavík 2003.
Lee Sharpe spilaði með Grindavík 2003.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United og Grindavíkur, spáir því að Jose Mourinho verði ekki lengur stjóri United þegar jólin ganga í garð.

United tapaði 3-2 fyrir Brighton í gær en talað er um krísuástand hjá félaginu. Eftir leik sagði Paul Pogba að liðinu skortir hungur og að hugarfarið sé rangt.

Spenna hefur verið í sambandi Mourinho og leikmanna eins og Pogba og Anthony Martial.

„Mourinho er ekki rétti maðurinn í starfið," segir Sharpe.

„Þegar hann kom til Chelsea var hann heillandi og skemmtilegur en nú er hann leiðinlegur og pirraður. Fótboltinn er ekki skemmtilegur og það gerir þetta enn verra að tveir mestu erkifjendur okkar, Man City og Liverpool, spila stórskemmtilegan fótbolta."

„Neikvæður leikstíll hans passar ekki inn í þann sprengifótbolta sem United stuðningsmenn vilja sjá. Ég held að hann verði farinn fyrir jól," segir Sharpe sem spilaði fyrir skemmtilegt lið United undir stjórn Sir Alex Ferguson á sínum tíma.

„United hefur hæfileikaríka leikmenn og styrk en menn þurfa að fá að sleppa af sér beislinu. Þeir eru nægilega góðir til að vera í topp fjórum en hvað gerist ef þeir missa City og Chelsea frá sér og þurfa að slást um Meistaradeildarsæti við Chelsea, Tottenham og Arsenal? Ég tel að stuðningsmenn hafi sætt sig við síðasta tímabil en ef liðið er langt á eftir efstu liðum og spila hörmulegan fótbolta þá er ég ekki viss um að það sé til þolinmæði hjá stuðningsmönnum og stjórn."
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner